Friday, October 16, 2009

Gítarkór Tónlistarskólans

yngwie1.jpgStofnaður hefur verið gítarkór Tónó og eru æfingar á fimmtudögum kl. 18:00 í stofunni okkar í Rósenborg, 3.hæð. Nú þegar eru nokkrir nemendur byrjaðir að æfa en ætlunin er að bæta við þar til myndarlegur gítarhópur myndast. Í vetur mun svo hópurinn spila á tónleikum og væri gott að sem flestir myndu taka þátt. Nýjar reglur Tónlistarskólans setja skilyrði fyrir námi að nemendur taki þátt í samspili svo það er upplagt fyrir alla nemendur sem eru á gítar og eru ekki í samspilshóp að mæta.


Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar: halli33@hotmail.com

Friday, October 9, 2009

Bireli Lagrene

Hér er franski gítarsnillingurinn að taka Stevie Wonder lagið "Isn't she lovely"
Hann hefur gefið út margar plötur og meðal þeirra er platan "Standards" sem er mjög gaman að tékka á en á henni tekur hann fyrir nokkra af helstu jazz-standördum sögunnar og setur þá í skemmtilegan búning.

Friday, October 2, 2009

Sunshine Of Your Love

Hér er Eric Clapton á ferðinni með hljómsveit sinni að flytja hið stórgóða Cream lag "Sunshine of your love" Takið eftir því að við trommusettið situr engin annar en hinn eldhressi söngvari, lagahöfundur og trommari, Phil Collins. Hann er m.a. frægur fyrir hið alvonda lag "In the air tonight" sem er vitnað í í öðru alvondu lagi með Eminem.

Monday, September 14, 2009

Nýr vetur

Heilir og sælir nemendur.  Nú hefst starfið hjá okkur að nýju og það er ekki annað hægt en að blúsa aðeins að því tilefni.  Hér er klippa af Youtube sem spilar "backing track" af blús í A.  Þá er bara að rifja upp blús tónstigann (skalann) og ýta á play og prófa sig áfram.  Munið að A blús tónstiginn er á 5. bandi.  Góða skemmtun...



Thursday, March 12, 2009

Gítartónleikar





















Á degi tónlistarskólanna voru haldnir gítartónleikar í Brekkuskóla, í samstarfi við Tónlistarskólann í Eyjafirði. Mjög vel tókst til og er stefnan að endurtaka leikinn sem allra fyrst.

Friday, January 30, 2009

Rosenberg Trio

Ég var að breyta blogginu þannig að það koma allar færslurnar á upphafssíðuna. Þá þarf ekki að finna rétta mánuðinn til þess að finna videoin sem manni langar að sjá. Eini gallinn er að núna gæti síðan verið soldið lengi að koma hjá sumum en ég held að þetta sé betra svona engu að síður. Í tilefni breytinganna skelli ég inn videoi með Rosenberg tríóinu.

Saturday, January 17, 2009

Goin Down

Hér er nokkuð öflugt gítartrtíó á ferðinni. Steve Vai, Joe Satriani og Eric Johnson. Þetta er tekið á tónleikaröð sem þeir félagar Steve Vai og Joe Satriani hafa staðið fyrir síðan um miðjan tíunda áratuginn. Þá hafa þeir verið tveir og fengið ýmsa til liðs við sig sem þriðja mann og kalla þeir þessa tónleika G3. Þar má nefna John Petrucci, Yngwie Malmsteen, Eric Johnson og fleiri góða. Lagið sem þeir flytja hér heitir "Goin' Down" og er eftir blúsarann Freddie King.

Saturday, January 10, 2009



Paco de Lucía, born Francisco Sánchez Gómez (in Algeciras, Cádiz on December 21, 1947), is a Spanish composer and guitarist. He is recognized as a virtuoso Flamenco guitarist all over the world, sometimes called one of the greatest guitarists of all time, in any genre.[citation needed] He is a leading proponent of the Modern Flamenco style, and is one of the very few flamenco guitarists who have also successfully crossed over into other genres of music. He enjoys, and has been a successful musician in, many styles such as classical, jazz and world music. He is the winner of the 2004 Prince of Asturias Awards in Arts, and is the uncle of Spanish pop singer Malú.

Saturday, December 20, 2008

Wednesday, December 17, 2008

Robert Cray

Robert Cray er bandarískur gítarleikari og mikill blúsari. Hér er hann að leika lag sitt "Time makes two" á Crossroads gítarhátíð sem Eric Clapton hélt.

Monday, December 15, 2008

John Mayer

Valli bróðir minn benti mér á að ég ætti að sýna Try með John Mayer hér á þessu bloggi. Það er hér í flutningi tríós John Mayer. Þarna er hann með svona líka fallegan Gibson ES - 335. Steve Jordan leikur þarna á trommur. Fannst rétt að taka það fram.

Thursday, December 4, 2008

Jimi Hendrix

Jimi Hendrix er bestur.

Wednesday, December 3, 2008

Steve Vai

Þessi maður er lærifaðir allra gítarnörda heims. Hann vakti fyrst athygli þegar hann lék með Frank Zappa ungur að aldri og kom síðar fram í kvikmynd sem heitir Crossroads og er "must see" fyrir okkur alla. Tek það fram að hér er ekki um að ræða myndina með Britney Spears. Árið 1989 lék hann á plötu Whitesnake "Slip of the tounge" og vakti þá heimsathygli fyrir geðveikan gítarleik. 1992 gaf hann svo út sólóplötuna "Passion and Warfare" og þykir sú plata marka tímamót í því hvernig menn spiluðu á gítar. Það varð alger sprengja í gítarheiminum og Vai var sagður hafa endurskapað hljóðfærið.

Hér leikur hann lagið "For the love of God" sem er einmitt að þeirri plötu og er þetta af tónleikum frá árinu 2005 þar sem Holland Metropole Orchestra sér um undirleik.


Monday, November 3, 2008

Comment

Nú er hægt að skrifa comment án þess að vera með blogg sjálfur. Ég er semsagt búinn að tölvunördast í drasl og breyta settings svo allir geti skrifað við videoin. Endilega commenta eitthvað og koma með hugmyndir og ábendingar um video og myndir eða greinar eða bara hvað sem er. Muna svo að æfa skalana því nú fer að líða að prófi í þeim sem og nótnalestri...

Thursday, October 30, 2008

Black Night

Þá eru strákarnir í samspili búnir að finna sér nýtt lag til að taka og varð fyrir valinu Black night með Deep purple.



Richie Blackmore, gítarleikari Deep purple, er frægur fyrir að láta ség lynda illa við fólk og var eiginlega alltaf í fýlu samkvæmt hinum í bandinu. Hann sést í þessu myndabandi af sömu tónleikum mæta alltof seint inn á sviðið og sletta svo vatni í félaga sína í miðju sólói. Svona á ekki að haga sér, en góður á gítar engu að síður...

Saturday, October 18, 2008

Zakk Wylde

Zakk Wylde er gítarleikari Ozzy Osbourne en er líka með sína eigin hljómsveit sem heitir Black Label Society.  Hérna er gamalt video með honum þar sem hann tekur alveg magnað sóló og skartar þessum líka fallega hatti.  Sándið hjá honum er líka alveg magnað en hann notar Gibson Les Paul með EMG pickupa.  Takið líka eftir því þegar hann skiptir á milli pickupa og hvernig sándið breytist á neck og brigde pickup.  Ég sá einu sinni viðtal við hann og þar var hann spurður að því hvernig hann náði svo góðum tökum á gítarnum og svarið hans var svohljóðandi:  "Maður bara æfir sig þangað til það blæðir úr fingrunum"  



Monday, October 13, 2008

Pat Metheny

Pat Matheny er án efa einn fremsti jazz-gítarleikari tónlistarsögunnar. Hann er frábær spilari og býr yfir mikilli tækni sem gerir honum kleift að spila mjög hratt. Takið líka eftir því hvernig hann heldur á nöglinni, en það er mjög sérstakt. Því miður þá notar hann oft synthezeiser sem er tengdur með midi-pickup á gítarnum hann sem gefur frá sér mjög hallærislegt keyboard sánd og lætur mann yfirleitt ýta á skip takkann til að vona að hann geri það ekki í næsta lagi. Hann notar Ibanez gítar og er með sinn eigin signature gítar hjá þeim rétt eins og John Scofield. Í þessu myndbandi er hann að spila dúett með trommaranum Antonio Sanchez og það er frábært að sjá hvað þeir ná að gera mikið bara á gítar og trommur.

Sunday, September 28, 2008

Born to be wild

Nú er farinn af stað hópur í samspili sem Halli og Krissi, gítarkennarar, sjá um. Fyrsta lagið sem þeir ætla að taka er "Born to be wild" með Steppenwolf sem er talið vera fyrsta metal lag rokksögunnar. Margar frægar hljómsveitir hafa cover-að þetta lag og meðal þeirra má nefna Slayer sem er ein harðasta þungarokkssveit allra tíma! Það verður gaman að sjá hvernig tekst til hjá strákunum og nú er bara að finna nafn á bandið.

Thursday, September 18, 2008