Monday, October 13, 2008

Pat Metheny

Pat Matheny er án efa einn fremsti jazz-gítarleikari tónlistarsögunnar. Hann er frábær spilari og býr yfir mikilli tækni sem gerir honum kleift að spila mjög hratt. Takið líka eftir því hvernig hann heldur á nöglinni, en það er mjög sérstakt. Því miður þá notar hann oft synthezeiser sem er tengdur með midi-pickup á gítarnum hann sem gefur frá sér mjög hallærislegt keyboard sánd og lætur mann yfirleitt ýta á skip takkann til að vona að hann geri það ekki í næsta lagi. Hann notar Ibanez gítar og er með sinn eigin signature gítar hjá þeim rétt eins og John Scofield. Í þessu myndbandi er hann að spila dúett með trommaranum Antonio Sanchez og það er frábært að sjá hvað þeir ná að gera mikið bara á gítar og trommur.

1 comment:

Anonymous said...

Þetta eru æðislegir tónleikar...
átt þú þá á DVD, man ekki hvar ég sá þá !

Antonio Sanchez var að spila með Bob Dylan í Laugardagshöll í vor... mega trommari ...

Valli