Saturday, December 20, 2008

Wednesday, December 17, 2008

Robert Cray

Robert Cray er bandarískur gítarleikari og mikill blúsari. Hér er hann að leika lag sitt "Time makes two" á Crossroads gítarhátíð sem Eric Clapton hélt.

Monday, December 15, 2008

John Mayer

Valli bróðir minn benti mér á að ég ætti að sýna Try með John Mayer hér á þessu bloggi. Það er hér í flutningi tríós John Mayer. Þarna er hann með svona líka fallegan Gibson ES - 335. Steve Jordan leikur þarna á trommur. Fannst rétt að taka það fram.

Thursday, December 4, 2008

Jimi Hendrix

Jimi Hendrix er bestur.

Wednesday, December 3, 2008

Steve Vai

Þessi maður er lærifaðir allra gítarnörda heims. Hann vakti fyrst athygli þegar hann lék með Frank Zappa ungur að aldri og kom síðar fram í kvikmynd sem heitir Crossroads og er "must see" fyrir okkur alla. Tek það fram að hér er ekki um að ræða myndina með Britney Spears. Árið 1989 lék hann á plötu Whitesnake "Slip of the tounge" og vakti þá heimsathygli fyrir geðveikan gítarleik. 1992 gaf hann svo út sólóplötuna "Passion and Warfare" og þykir sú plata marka tímamót í því hvernig menn spiluðu á gítar. Það varð alger sprengja í gítarheiminum og Vai var sagður hafa endurskapað hljóðfærið.

Hér leikur hann lagið "For the love of God" sem er einmitt að þeirri plötu og er þetta af tónleikum frá árinu 2005 þar sem Holland Metropole Orchestra sér um undirleik.