Thursday, October 30, 2008

Black Night

Þá eru strákarnir í samspili búnir að finna sér nýtt lag til að taka og varð fyrir valinu Black night með Deep purple.



Richie Blackmore, gítarleikari Deep purple, er frægur fyrir að láta ség lynda illa við fólk og var eiginlega alltaf í fýlu samkvæmt hinum í bandinu. Hann sést í þessu myndabandi af sömu tónleikum mæta alltof seint inn á sviðið og sletta svo vatni í félaga sína í miðju sólói. Svona á ekki að haga sér, en góður á gítar engu að síður...

Saturday, October 18, 2008

Zakk Wylde

Zakk Wylde er gítarleikari Ozzy Osbourne en er líka með sína eigin hljómsveit sem heitir Black Label Society.  Hérna er gamalt video með honum þar sem hann tekur alveg magnað sóló og skartar þessum líka fallega hatti.  Sándið hjá honum er líka alveg magnað en hann notar Gibson Les Paul með EMG pickupa.  Takið líka eftir því þegar hann skiptir á milli pickupa og hvernig sándið breytist á neck og brigde pickup.  Ég sá einu sinni viðtal við hann og þar var hann spurður að því hvernig hann náði svo góðum tökum á gítarnum og svarið hans var svohljóðandi:  "Maður bara æfir sig þangað til það blæðir úr fingrunum"  



Monday, October 13, 2008

Pat Metheny

Pat Matheny er án efa einn fremsti jazz-gítarleikari tónlistarsögunnar. Hann er frábær spilari og býr yfir mikilli tækni sem gerir honum kleift að spila mjög hratt. Takið líka eftir því hvernig hann heldur á nöglinni, en það er mjög sérstakt. Því miður þá notar hann oft synthezeiser sem er tengdur með midi-pickup á gítarnum hann sem gefur frá sér mjög hallærislegt keyboard sánd og lætur mann yfirleitt ýta á skip takkann til að vona að hann geri það ekki í næsta lagi. Hann notar Ibanez gítar og er með sinn eigin signature gítar hjá þeim rétt eins og John Scofield. Í þessu myndbandi er hann að spila dúett með trommaranum Antonio Sanchez og það er frábært að sjá hvað þeir ná að gera mikið bara á gítar og trommur.