Thursday, October 30, 2008

Black Night

Þá eru strákarnir í samspili búnir að finna sér nýtt lag til að taka og varð fyrir valinu Black night með Deep purple.



Richie Blackmore, gítarleikari Deep purple, er frægur fyrir að láta ség lynda illa við fólk og var eiginlega alltaf í fýlu samkvæmt hinum í bandinu. Hann sést í þessu myndabandi af sömu tónleikum mæta alltof seint inn á sviðið og sletta svo vatni í félaga sína í miðju sólói. Svona á ekki að haga sér, en góður á gítar engu að síður...

2 comments:

hjolli123 said...

Hvað er málið með hormottuna?

H.

rafgitar said...

Já. Á þessu tímabili er Blackmore farinn að fíla enska miðaldatónlist af miklum móð og fötin og skeggið bera þess merki. Í dag er hann að spila þessa músík og bandi sem heitir "Blackmore's Night".....grínlaust