Friday, October 16, 2009

Gítarkór Tónlistarskólans

yngwie1.jpgStofnaður hefur verið gítarkór Tónó og eru æfingar á fimmtudögum kl. 18:00 í stofunni okkar í Rósenborg, 3.hæð. Nú þegar eru nokkrir nemendur byrjaðir að æfa en ætlunin er að bæta við þar til myndarlegur gítarhópur myndast. Í vetur mun svo hópurinn spila á tónleikum og væri gott að sem flestir myndu taka þátt. Nýjar reglur Tónlistarskólans setja skilyrði fyrir námi að nemendur taki þátt í samspili svo það er upplagt fyrir alla nemendur sem eru á gítar og eru ekki í samspilshóp að mæta.


Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar: halli33@hotmail.com

Friday, October 9, 2009

Bireli Lagrene

Hér er franski gítarsnillingurinn að taka Stevie Wonder lagið "Isn't she lovely"
Hann hefur gefið út margar plötur og meðal þeirra er platan "Standards" sem er mjög gaman að tékka á en á henni tekur hann fyrir nokkra af helstu jazz-standördum sögunnar og setur þá í skemmtilegan búning.

Friday, October 2, 2009

Sunshine Of Your Love

Hér er Eric Clapton á ferðinni með hljómsveit sinni að flytja hið stórgóða Cream lag "Sunshine of your love" Takið eftir því að við trommusettið situr engin annar en hinn eldhressi söngvari, lagahöfundur og trommari, Phil Collins. Hann er m.a. frægur fyrir hið alvonda lag "In the air tonight" sem er vitnað í í öðru alvondu lagi með Eminem.