Saturday, October 18, 2008

Zakk Wylde

Zakk Wylde er gítarleikari Ozzy Osbourne en er líka með sína eigin hljómsveit sem heitir Black Label Society.  Hérna er gamalt video með honum þar sem hann tekur alveg magnað sóló og skartar þessum líka fallega hatti.  Sándið hjá honum er líka alveg magnað en hann notar Gibson Les Paul með EMG pickupa.  Takið líka eftir því þegar hann skiptir á milli pickupa og hvernig sándið breytist á neck og brigde pickup.  Ég sá einu sinni viðtal við hann og þar var hann spurður að því hvernig hann náði svo góðum tökum á gítarnum og svarið hans var svohljóðandi:  "Maður bara æfir sig þangað til það blæðir úr fingrunum"  



No comments: